Færsluflokkur: Bloggar
17.3.2009 | 21:15
Tekjur af óbrenndum geisladiskum
Fróðlegt væri að vita hversu mikið herrann hefur fengið í krónum fyrir saklausa geisladiska (óbrennda geisladiska), er fólk kaupir fyrir fjölskyldumyndir?
Á sama tíma og gjald rann til Stef fyrir óbrennda geisladiska, þá stóðu höfundar að því að ritverja diskana sína, svo örugglega væri ekki hægt að afrita þá, þó svo afrita mætti eitt öryggiseintak.
Fyrir nokkrum árum var í mogganum grein 2 prófessora, um ein ástæða minnkaðrar sölu CD væri leiðinleg tónlist. Kúfur hefði myndast á sínum tíma er fólk skipti frá LP til CD.
Franskur dómari dæmdi í máli unglings, vegna niðurhals, dæmdi hann saklausan þareð hann hefði greitt þá þegar til höfunda er hann keypti óbrenndan geisladisk.
Samtök Kvikmyndaiðnaðarins hafa skipt heiminum i "Region svæði" til að hámarka gróðann, þó það mæli á móti alþjóðalögum um fría verslun á milli landa.
Á bar í danmörku varð fólk að hætta að syngja saman á fimmtudögum, sem það hafði gert í langan tíma, vegna þess að það átti að fara borga Stef gjöld af samkomunni?
Apple er að leggja niður ritvörn á lögum keyptum frá þeim, því það hefur komið í ljós að fólk er upp til hópa heiðarlegt og kaupir það sem því líkar.
Ég mæli ekki með niðurhali, enn ég vildi gjarnan fá að vita hvort herra Bubbi hafi þegið pening frá ekkjum og ellilífeyrisþegum er hafa keypt geisladiska til að geyma myndir af barnabörnunum?
Bubbi hótar að hætta útgáfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Gunnar Björn Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar